Raunsæ og óvæmin ástarsaga Sara McMahon skrifar 15. janúar 2013 08:30 Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin. Gagnrýni Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin.
Gagnrýni Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira