Laxinn í forrétt Karl Lúðvíksson skrifar 20. desember 2013 13:09 Það má gera góða forrétti úr laxi yfir hátíðarnar Ég hitti á ágætan félaga minn sem er duglegur að veiða í ám og vötnum landsins, bæði lax og silung en einhverja hluta vegna finnst mér hann ekki alveg nógu duglegur viað að elda fiskinn sem hann veiðir. Hann fer með mest af laxinum í reyk og graf enda er ekki smurð samloka á hans heimili nema annað hvort áleggið sé á brauðinu. Silunginn er hann duglegur að gefa fjölskyldunni í kringum sig og svo grillar hann eitthvað sjálfur. Þessi ágæti maður varð á vegi mínum í gær og talið barst að jólamatnum, eða öllu heldur vandræðagangnum í kringum hann. Það var búið að ákveða eftirréttinn, sígildur Ris A La Mande, í aðalrétt var það hreindýralund af dýri sem hann felldi í sumar, en vandræðin voru með aðalréttinn. Ég benti honum á að með fulla kistu af reyktum laxi gæti hann gert forrétt sem er bæði góður og einfaldur. Þú notar í hann reyktan lax, um það bil 100 grömm á mann, kannski aðeins meira. Klettasalat, ferska myntu, mangó, jarðaber, kiwi og granateplafræ. Sósan er sýrður rjómi og þeyttur rjómi til helminga, smá salt, smá pipar, dill, kóríander og pínu kúmen. Ávextina í salatinu þarf að skera nokkuð smátt en satalið er bara aðeins að skera í það, nema granateplafræin, það þarf ekkert að gera við þau. Salatinu er blandað saman í skál og það má standa aðeins. Á meðan gerir þú sósuna sem er sáraeinföld. Rjómunum blandað saman og kryddum bætt í eftir smekk. Laxinn er steiktur á pönnu, bara í mínútu á roðinu og 20-30 sekúndur á flakinu, alls ekki mikið meira en það fer þó aðeins eftir þykkt flaksins. Prófaðu einn bita og sjáðu hvernig steikingin er best fyrir þinn smekk. Svo er þessu raðað pent á disk og svo einfalt er það. Hann þakkaði mér fyrir og var nokkuð brattur og glaður yfir því að geta loksins prófað eitthvað nýtt í forrétt og ég brosandi yfir því að geta hjálpað honum. Þetta er nefnilega lúmskt góður forréttur. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði
Ég hitti á ágætan félaga minn sem er duglegur að veiða í ám og vötnum landsins, bæði lax og silung en einhverja hluta vegna finnst mér hann ekki alveg nógu duglegur viað að elda fiskinn sem hann veiðir. Hann fer með mest af laxinum í reyk og graf enda er ekki smurð samloka á hans heimili nema annað hvort áleggið sé á brauðinu. Silunginn er hann duglegur að gefa fjölskyldunni í kringum sig og svo grillar hann eitthvað sjálfur. Þessi ágæti maður varð á vegi mínum í gær og talið barst að jólamatnum, eða öllu heldur vandræðagangnum í kringum hann. Það var búið að ákveða eftirréttinn, sígildur Ris A La Mande, í aðalrétt var það hreindýralund af dýri sem hann felldi í sumar, en vandræðin voru með aðalréttinn. Ég benti honum á að með fulla kistu af reyktum laxi gæti hann gert forrétt sem er bæði góður og einfaldur. Þú notar í hann reyktan lax, um það bil 100 grömm á mann, kannski aðeins meira. Klettasalat, ferska myntu, mangó, jarðaber, kiwi og granateplafræ. Sósan er sýrður rjómi og þeyttur rjómi til helminga, smá salt, smá pipar, dill, kóríander og pínu kúmen. Ávextina í salatinu þarf að skera nokkuð smátt en satalið er bara aðeins að skera í það, nema granateplafræin, það þarf ekkert að gera við þau. Salatinu er blandað saman í skál og það má standa aðeins. Á meðan gerir þú sósuna sem er sáraeinföld. Rjómunum blandað saman og kryddum bætt í eftir smekk. Laxinn er steiktur á pönnu, bara í mínútu á roðinu og 20-30 sekúndur á flakinu, alls ekki mikið meira en það fer þó aðeins eftir þykkt flaksins. Prófaðu einn bita og sjáðu hvernig steikingin er best fyrir þinn smekk. Svo er þessu raðað pent á disk og svo einfalt er það. Hann þakkaði mér fyrir og var nokkuð brattur og glaður yfir því að geta loksins prófað eitthvað nýtt í forrétt og ég brosandi yfir því að geta hjálpað honum. Þetta er nefnilega lúmskt góður forréttur.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði