Skíðalandslið Íslands er komið í frí en landsliðið í alpagreinum tók þátt í sínu síðasta móti á árinu í dag. Það fór fram í Svíþjóð.
Liðið stóð sig vel í dag. Hjá stelpunum endaði María Guðmundsdóttir í 2.sæti og fékk 31.23 FIS punkta sem er örlítil bæting.
Erla Ásgeirsdóttir endaði í 4.sæti og fékk 45.64 FIS punkta sem er góð bæting. Freydís Halla Einarsdóttir endaði í 7.sæti og fékk 62.75 FIS punkta. Algjörlega frábær árangur að eiga þrjá keppendur og þær eru allar í topp sjö.
Hjá strákunum endaði Brynjar Jökull Guðmundsson í 11. sæti og fékk 39.42 FIS punkta og Einar Kristinn endaði í 13.sæti og fékk 41.43 FIS punkta. Brynjar var 21.sæti eftir fyrri ferð en átti mjög góða seinni ferð og var með 5. besta tímann í henni.

