Formúla 1 glímir við fjárhagserfiðleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2013 15:00 Tony Fernandez og Richard Branson skála eftir að sá síðarnefndi tapaði veðmáli um hvort Formúlu 1 lið þeirra félaga hefði betur í kappakstrinum í Ástralíu. Branson fór í vaxmeðferð vegna tapsins. Nordicphotos/Getty „Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
„Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira