Formúla 1 glímir við fjárhagserfiðleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2013 15:00 Tony Fernandez og Richard Branson skála eftir að sá síðarnefndi tapaði veðmáli um hvort Formúlu 1 lið þeirra félaga hefði betur í kappakstrinum í Ástralíu. Branson fór í vaxmeðferð vegna tapsins. Nordicphotos/Getty „Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér. Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
„Ég held ekki að það sé vandamál. Það er vandamál,“ segir Tony Fernandes, eigandi Caterham í Formúlu 1 kappakstrinum. Þrátt fyrir að CVC, stærsti hluthafinn í Formúlu 1, virðist græða á tá og fingri er ekki hið sama hægt að segja um einstök lið í bransanum. „Maður heyrir að fólk fái ekki laun sín greidd og framleiðendur standi frammi fyrir sama vanda. Gengið er ekki gott þessa dagana,“ segir Fernandes við Reuters. Tekjum í Formúlu 1 er misskipt á milli liðanna í bransanum. Það kemur skýrt fram í yfirburðum Sebastian Vettel hjá Red Bull sem vann níu síðustu keppnir ársins og sinn fjórða kappakstur í röð. Ökuhæfni hans er mikil en enginn vafi leikur á að bíllinn er sá langbesti. „Haldi þetta svona áfram gæti farið svo að aðeins fimm lið keppi í Formúlu 1 í framtíðinni,“ segir Fernandes. Lið hans Caterham hafnaði í síðasta sæti í keppni bílasmiða í ár. Þá hefur Kimi Raikkonen greint frá því að lið hans Lotus hafi ekki greitt honum laun á árinu. Nánar hér.
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira