„Ummæli Zlatan sorgleg og leiðinleg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2013 12:00 Zlatan Ibrahimovic og Theresa Sjögran. Mynd/Heimasíða sænska knattspyrnusambandsins Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira
Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira