Fótbolti

Ronaldo bætti met í sigri á Ragnari og Rúrik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ronaldo á Parken í kvöld.
Ronaldo á Parken í kvöld. Nordicphotos/Getty
Cristiano Ronaldo skoraði sitt níunda mark í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í 2-0 sigri á FC Kaupmannahöfn. Danirnir hafna í botnsæti B-riðils og er Evrópuævintýri þeirra á enda þetta árið.

Danirnir höfðu vonast til þess að slæm vallarskilyrði á Parken myndu gera Spánverjunum erfitt fyrir. Mark Luka Modric strax á 25. mínútu gerðu Real Madrid dagsverkið heldur auðvelt en forystan var þó aðeins eitt mark í hálfleik.

Cristiano Ronaldo skoraði í upphafi síðari hálfleiks og björninn unninn. Hann fékk tækifæri til að mæta við marki úr vítaspyrnu en Wiland varði kærisleysislega spyrnu Portúgalans.

Real hafði þegar tryggt sér efsta sætið en FCK átti enn möguleika á þriðja sætinu. Danirnir hafna í því neðsta en óvíst er um sæti tvö og þrjú. Leik Galatasaray og Juventus í Istanbúl í kvöld þurfti að fresta vegna snjókomu.

Enginn hefur áður skorað níu mörk í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu líkt og Cristiano Ronaldo gerði í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×