Neymar með þrennu í stórsigri Barcelona - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2013 10:24 Neymar skoraði þrennu á Nývangi í kvöld. Nordicphotos/Getty Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira
Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira