Range Rover Sport 4x4 bíll ársins Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 14:45 Range Rover Sport Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent