Lexus fetar aðrar slóðir en Audi, BMW og Benz Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 14:30 Lexus LF-LC Coupe Lexus ætlar ekki að framleiða ódýra og litla lúxusbíla líkt og þýsku lúxusbílarnir hafa gert undanfarið og boðað áframhald á. Þess í stað ætlar Lexus frekar að fara í hina áttina og framleiða dýrari, stærri og betri lúxusbíla og keppa ekki um hylli þeirra sem kjósa litla og ódýrari gerða þeirra framleiðenda sem falla í lúxusbílaflokkinn. Mercedes Benz setti ekki alls fyrir löngu CLA bílinn sem ekki mátti kosta meira en 30.000 dollara í Bandaríkjunum og skildi hann höfða til yngri bílakaupenda. Ódýrasti bíll Lexus þar er CT 200h tvinnbíllinn sem kostar 32.500 dali. Lexus ætlar ekki að framleiða bíl undir 30.000 dollurum og hefur það ekki endilega sem markmið að ná aftur forystunni sem það hafði á Bandaríkjamarkaði í fjölda seldra lúxusbíla, en bæði Mercedes Benz og BMW eru nú komin upp fyrir Lexus þar. Sem skýrasta dæmi um stefnu Lexus nú eru áform fyrirtækisins að smíða Lexus LF-LC Coupe sem sýndur var sem tilraunabíll nýverið og fylgja á eftir ofurbílnum Lexus LFA. Þessi bíll verður alls ekki ódýr. Lexus ætlar heldur ekki að feta slóð þýsku lúxusbílaframleiðendanna með því að bjóða bílgerðir sínar með dísilvélum, heldur halda sig við bensínvélar og tvinnbúnað í bíla sína. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent
Lexus ætlar ekki að framleiða ódýra og litla lúxusbíla líkt og þýsku lúxusbílarnir hafa gert undanfarið og boðað áframhald á. Þess í stað ætlar Lexus frekar að fara í hina áttina og framleiða dýrari, stærri og betri lúxusbíla og keppa ekki um hylli þeirra sem kjósa litla og ódýrari gerða þeirra framleiðenda sem falla í lúxusbílaflokkinn. Mercedes Benz setti ekki alls fyrir löngu CLA bílinn sem ekki mátti kosta meira en 30.000 dollara í Bandaríkjunum og skildi hann höfða til yngri bílakaupenda. Ódýrasti bíll Lexus þar er CT 200h tvinnbíllinn sem kostar 32.500 dali. Lexus ætlar ekki að framleiða bíl undir 30.000 dollurum og hefur það ekki endilega sem markmið að ná aftur forystunni sem það hafði á Bandaríkjamarkaði í fjölda seldra lúxusbíla, en bæði Mercedes Benz og BMW eru nú komin upp fyrir Lexus þar. Sem skýrasta dæmi um stefnu Lexus nú eru áform fyrirtækisins að smíða Lexus LF-LC Coupe sem sýndur var sem tilraunabíll nýverið og fylgja á eftir ofurbílnum Lexus LFA. Þessi bíll verður alls ekki ódýr. Lexus ætlar heldur ekki að feta slóð þýsku lúxusbílaframleiðendanna með því að bjóða bílgerðir sínar með dísilvélum, heldur halda sig við bensínvélar og tvinnbúnað í bíla sína.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent