Fjórða kynningartilraunin á Alfa Romeo Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 09:15 Alfa Romeo Mito og Alfa Romeo Guillietta Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent
Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent