Grunar keppinaut um rógburð á Facebook Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 13:00 Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. mynd/365 „Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira