Benedikt vann þriðju umferð Crossbollans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 22:15 MyndiArnold Björnsson Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Sjá meira
Benedikt Jónasson vann öruggan sigur í þriðju umferð Crossbollans sem fór fram um helgina en Crossbollinn er cyclocross mótaröð hjólreiðafélagsins Tindur. 30 keppendur þurftu að glíma við sannkallaðar vetraraðstæður en þeir tóku af stað í snjókomu og brautin var mjög hál. Emil Þór Guðmundsson og Benedikt Jónasson tóku forystuna strax í upphafi en fljótlega fór Benedikt þó fram úr. Hann jók forskot sitt jafnt og þétt út alla keppnina og landaði öruggu fyrsta sæti. Emil átti einnig góða keppni og var öruggur með annað sætið þótt honum hafi ekki tekist að ógna sigri Benedikts. Á eftir Emil Þór kom svo Óskar Ómarsson í þriðja sæti en Ingvar Ómarsson, sigurvegari fyrstu tveggja umferðanna, sleit keðju og missti þar af fremstu mönnum snemma í keppninni. Keppnirnar í Crossbollanum fara fram á stuttum og skemmtilegum brautum og er hver keppni 45 mínútur. Cyclocross er vetrargrein hjólreiða og eru keppnirnar haldnar í öllum aðstæðum sem Íslenskt veðurfar hefur uppá að bjóða. Allir ættu að geta tekið þátt, bæði cyclocross hjól ásamt fjallahjólum eru leyfð í þessum keppnum og er keppnin tiltölulega einföld en þó þurfa keppendur til dæmis að hoppa af hjóli sínu til að hlaupa upp stuttar en brattar brekkur. Keppnirnar eru einnig mjög áhorfendavænar þar sem þær fara fram á litlum afmörkuðum svæðum. Cyclocross er yfir 100 ára gömul keppnisgrein á heimsvísu en aðeins eru tæp 2 ár síðan Tindur hélt fyrstu cyclocross keppnina sem haldin hefur verið hérlendis. Greinin hefur verið gríðarlega vinsæl í Evrópu, sérstaklega í Belgíu en er nú í mikilli uppsveiflu á heimsvísu og er t.d. algjört cyclocross æði í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá keppninni sem og flottar myndir sem Arnold Björnsson tók af keppendunum.Benedikt JónassonMynd/Arnold BjörnssonÓskar Ómarsson.MyndiArnold BjörnssonEmil Þór GuðmundssonMynd/Arnold BjörnssonEmil Þór Guðmundsson.Mynd/Arnold BjörnssonÓskar ÓmarssonMynd/Arnold BjörnssonBenedikt Jónasson.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Sjá meira