Mercedes Benz hefur vart við eftirspurn Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2013 15:30 Mercedes Benz S-Class selst eins og heitar lummur þrátt fyrir að kosta skildinginn. Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent