Karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013 í Bandaríkjunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. desember 2013 13:15 Robin Thicke og Miley Cyrus gerðu allt vitlaust á MTV verðlaunahátíðinni. Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Huffington post birtir hjá sér lista yfir yfir 10 karlrembulegustu fjölmiðlaatvik ársins 2013.1. Steubenville-málið.Í fyrsta sæti setur miðillinn fjölmiðlaumfjöllun um Steubenville-málið sem vakti mikla athygli snemma á árinu, þar sem tveir framhaldsskólanemar voru sakfelldir fyrir að nauðga skólasystur sinni. Málið klauf bæinn Steubenville í tvær fylkingar, en drengirnir nýttu sér bágt ástand stúlkunnar sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli samkvæma í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars af henni myndir hálfnakinni á Instagram. Huffpost segir að fjölmiðlaumfjöllunin um málið næstum því verið eins hræðileg og hinn hryllilegi glæpur sem var framinn gegn stúlkunni. Áhersla fjölmiðla hafi öll verið á því að gera fórnarlömb úr nauðgurunum og syrgja það að þessir lofandi íþróttamenn færu í fangelsi. Miðillinn segir umfjöllunina hafa verið fyrir neðan allar hellur og hjálpað til við að viðhalda nauðgunarmenningunni sem varð þess valdandi að þessi skelfilega hópnauðgun átti sér stað.2. Robin Thicke og Miley Cyrus.Silfrið tekur atriði þessara tveggja listamanna sem vöktu gríðarlega athygli með framkomu sinni á MTV tónlistarverðlaunum. Huffington Post segir að Miley hafi verið krossfest eftir atriðið, þar sem gagnrýnendur kepptust við að finna að öllu sem fram fór á sviðinu af hennar hálfu, á meðan Thicke fékk lítið sem ekkert að finna fyrir því. Hans hegðun hafi verið alveg eins kynferðislegt, klæddur eins og dólgur og gekk um eins og hann „ætti“ Miley og aðra kvenkyns listamenn á sviðinu. Miðillinn minnir einnig á að lagið sem sungið var sé frá honum komið, ekki henni.3. Ashley Judd.Huffpost tilnefnir í þriðja lagi framboð þessarar frægu leikkonu, aðgerðarsinna sem stundaði nám í Harvard, til öldungardeildar Bandaríkjaþings. Miðillinn segir að um leið og tilkynnt var að Ashley íhugaði framboð hefði lagst yfir hana holskeifla pólitískra árása, eins karlrembulegar og þær gerast. Hún var ásökuð um að vera „með nauðganir á heilanum“ en hún hafði stigið fram sem fórnarlamb nauðgunnar.4. Konur í stjórnmálum.Huffington Post segir að umfjöllun um konur í stjórnmálum hafi verið sérstaklega léleg í ár. Vísar miðillinn sérstaklega til þess að konur hafi átt stærstan þátt í því að samið var um fjárlögin á Bandaríkjaþingi en ekki fengið það þakklæti sem þær áttu skilið.5. George Zimmermann.Málið gegn George Zimmermann vakti einnig mikla athygli á árinu en Zimmermann var sakaður um að hafa myrt ungan dreng í Flórída. Hann tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og taldi að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, en fórnarlambið var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða þar sem drengurinn sem lést var blökkumaður og reis stór alda mótmæla upp í Bandaríkjunum vegna málsins þegar Zimmermann var sýknaður. Í kjölfarið sakaði fyrrverandi eiginkona Zimmermann hann um að hafa ógnað sér með byssu og var lögregla kölluð til að heimili foreldra hennar. Huffington post segir fjölmiðla hafa verið óttalega lélega við að fjalla um mál konunnar gegn Zimmermann, sem og önnur mál kvenna gegn honum sem lítið hafi farið fyrir í fjölmiðlum.Hér má sjá lista Huffington post í heild sinni.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira