Bestu bílar ársins að mati Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2013 09:50 Ford Fiesta ST Nú er tíminn til að gera upp árið og þeir hjá Top Gear láta sitt ekki eftir liggja við að útnefna þá bíla sem þeim finnst standa uppúr þetta árið. Það kemur ef til vill mörgum á óvart að það er ekki rándýr ofurbíll sem fangað hefur huga þeirra bresku heldur Ford Fiesta ST. Hann er fjöldaframleiddur smábíll, en reyndar á smá sterum og því ber hann líka ST-stafina. Top Gear menn útnefndu sigurvegara í mörgum flokkum þó Fiesata bíllinn sé aðalsigurvegarinn. Besti ofurbíllinn er McLaren P1 og kemur sú tilnefning ekki á óvart þar sem hann er breskur, en ekki er víst að þýskir bílablaðamenn hefði sniðgengið Porsche 918 Spyder í þeim flokki bíla. McLaren flokkast sem „Hypercar“, en í flokknum „Supercar“ töldu Top Gear menn Ferrari 458 Speciale bestan. Richard Hammond fékk sérstaklega að velja sinn bíl ársins og varð Porsche 911 GT3 fyrir valinu hjá honum. Blæjubíll ársins var Jaguar F-Type, fjölskyldubíll ársins var Citroën C4 Picasso, „Musclecar“ ársins var Chevrolet Corvette Stingray, lúxusbíll ársins Mercedes Benz S-Class, ofurlúxusbíll ársins Rolls Royce Wraith. Bestu kaup ársins völdu þeir hjá Top Gear Hyundai i10, keppnisbíl ársins Peugeot 208 T16 bílinn sem Sebastian Loeb rústaði Pikes Peak keppninni á þetta árið og grænasta bíl ársins völdu þeir BMW i3. Jeppi ársins er Range Rover Sport, uppfinning ársins er Volkswagen XL-1 og sem bílaframleiðanda ársins völdu þeir Porsche.Porsche varð fyrir valinu sem besti bílaframleiðandinnUpfinning ársins var Volkswagen XL-1Range Rover Sport er jeppi ársinsBMW i3 er grænasti bíll ársins Fréttir ársins 2013 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent
Nú er tíminn til að gera upp árið og þeir hjá Top Gear láta sitt ekki eftir liggja við að útnefna þá bíla sem þeim finnst standa uppúr þetta árið. Það kemur ef til vill mörgum á óvart að það er ekki rándýr ofurbíll sem fangað hefur huga þeirra bresku heldur Ford Fiesta ST. Hann er fjöldaframleiddur smábíll, en reyndar á smá sterum og því ber hann líka ST-stafina. Top Gear menn útnefndu sigurvegara í mörgum flokkum þó Fiesata bíllinn sé aðalsigurvegarinn. Besti ofurbíllinn er McLaren P1 og kemur sú tilnefning ekki á óvart þar sem hann er breskur, en ekki er víst að þýskir bílablaðamenn hefði sniðgengið Porsche 918 Spyder í þeim flokki bíla. McLaren flokkast sem „Hypercar“, en í flokknum „Supercar“ töldu Top Gear menn Ferrari 458 Speciale bestan. Richard Hammond fékk sérstaklega að velja sinn bíl ársins og varð Porsche 911 GT3 fyrir valinu hjá honum. Blæjubíll ársins var Jaguar F-Type, fjölskyldubíll ársins var Citroën C4 Picasso, „Musclecar“ ársins var Chevrolet Corvette Stingray, lúxusbíll ársins Mercedes Benz S-Class, ofurlúxusbíll ársins Rolls Royce Wraith. Bestu kaup ársins völdu þeir hjá Top Gear Hyundai i10, keppnisbíl ársins Peugeot 208 T16 bílinn sem Sebastian Loeb rústaði Pikes Peak keppninni á þetta árið og grænasta bíl ársins völdu þeir BMW i3. Jeppi ársins er Range Rover Sport, uppfinning ársins er Volkswagen XL-1 og sem bílaframleiðanda ársins völdu þeir Porsche.Porsche varð fyrir valinu sem besti bílaframleiðandinnUpfinning ársins var Volkswagen XL-1Range Rover Sport er jeppi ársinsBMW i3 er grænasti bíll ársins
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent