Nýr sportbíll Kia í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 11:30 Þessi mynd af nýja sportbílnum frá Kia sýnir ekki mikið. Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent