Nissan býður Rússum Datsun bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 08:45 Datson Go Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl. Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent
Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl.
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent