Eftirlitsstofnanir með síma- og netfyrirtækjum í fjársvelti Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2013 18:09 Innanríkisráðherra segir Persónuvernd ekki geta sinnt frumkvæðisskyldu sinni og síma- og netfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Vodafone-innbrotið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að netfyrirtæki sem byggju yfir miklum persónulegum upplýsingum viðskiptavina sinna yrðu að sýna félagslega ábyrgð. En Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherra út í viðbrögð stjórnvalda vegna þess tölvuglæps sem framinn var hjá Vodafone um helgina. „Og persónulegum skilaboðum var dreift á netinu. Þúsundum persónulegra skilaboða, sum hver sem tengjast háttvirtum þingmönnum og ráðherrum. Þar er líka að finna ástarjátningar, kynlífslýsingar, hjúskaparbrot og jafnvel viðkvæmar upplýsingar frá læknastofum. Og þegar skyngst er ofan í þetta mál kemur á daginn að þetta eru gögn sem geymd hafa verið mun lengur en þá sex mánuði sem kveðið er á um í lögum,“ sagði Katrín. Þetta mál kallaði á að farið yrði yfir það með forráðamönnum Póst og fjarskiptastofnunar, símafyrirtækjunum og fleirum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem eftirlit hefði greinilega brugðist. „Þetta eftirlit. Hvar er það? Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra, hvernig er þessu eftirliti háttað? Hvernig getur svona nokkuð gerst? Eða hefur ekkert eftirlit verið með þessum fyrirtækjum? Og það kemur á daginn, að Síminn lýsir því yfir að hann hefði einnig núna farið í gagnaeyðingu þegar þetta mál kom upp,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir síma- og netfyrirtækin bera ábyrgð á að vernda viðskipta sína. Þau hafi brugðist og þúsundir manna væru nú komnar með þessi gögn frá Vodafone í hendur.Tíu þúsund jólasveinar á glugganum„Nú eru tíu þúsund jólasveinar sem guða á glugga þessa fólks og nákvæmlega ekkert sem fólk getur gert til að verja sig. Finnst ráðherra ástæða til að kanna hvort Vodafone eigi að halda starfsleyfi sínu og endurskoða vinnubrögð og fagmennsku netöryggissveitarinnar,“ sagði Birgitta. Innanríkisráðherra tók undir með þingmönnum um að málið væri alvarlegt. Ekki dygði að setjast niður og ræða verkferla. Það bæri hins vegar ekki samkvæmt lögum að geyma innihald samskipta í langan tíma heldur aðeins samskiptin sjálf. Gera þurfi úttekt á eftirlitsþættinum í þessum efnum. Eftirlitsstofnanir eins og Persónuvernd hefðu sætt miklum niðurskurði undanfarin ár. „Svo miklum að það er nú svo komið eins og ég hef áður sagt hér, að Persónuvernd getur ekki sinnt neinu sem kallast frumkvæðisskylda af hálfu þeirrar stofnunar. Hún er einfaldlega það fáliðuð af fólki að hún ræður ekki við neitt annað en bregðast við því sem henni berst,“ sagði Hanna Birna. Auka þyrfti fjármuni til stofnunarinnar. „Annað er það að auka þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel líka að þessi fyrirtæki verði að fara í gegnum. Því fyrst og síðast ef maður les lögin í kring um þetta og samningana sem fyrirtækin hafa, þá bera þau þá ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum að svona lagað gerist ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira