10 bestu hjá Car and Driver Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 10:15 Audi A6 og A7 Árlega leggja blaðamenn Car and Driver frá sér símann, hverfa frá tölvunni og prófa alla nýja bíla sem á markaðnum eru. Úr því kemur svo listi þeirra 10 bíla sem þeir telja þá bestu hverju sinni. Þetta árið hlutu þessir bílar náð fyrir bílablaðamönnum Car and Driver: Audi A6/S6/A7, BMW 3- og 4-línan, Cadillac CTS, Chevrolet Corvette Stingray, Ford Fiesta ST, Honda Accord, Mazda3, Mazda6, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Athygli vekur að einn bílaframleiðandi á tvo bíla á listanum, þ.e. Mazda. Einnig á Volkswagen bílafjölskyldan þrjá fulltrúa, Audi A6/S6/A7, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Listi Car and Driver einskorðast við bíla sem kosta undir 80.000 dollurum í Bandaríkjunum. Það sem lagt er til grundvallar er hve mikið fæst fyrir peninginn, hversu góðir akstursbílar þeir eru og uppfylla þau markmið sem framleiðendurnir settu sér við smíði þeirra. Helmingur þessara bíla sem nú voru valdir kosta um og undir 25.000 dollurum og markar það sérstöðu valsins nú. BMW 3Cadillac CTSChevrolet Corvette StingrayFord Fiesta STHonda AccordMazda3Mazda6Porsche Boxter/Cayman Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent
Árlega leggja blaðamenn Car and Driver frá sér símann, hverfa frá tölvunni og prófa alla nýja bíla sem á markaðnum eru. Úr því kemur svo listi þeirra 10 bíla sem þeir telja þá bestu hverju sinni. Þetta árið hlutu þessir bílar náð fyrir bílablaðamönnum Car and Driver: Audi A6/S6/A7, BMW 3- og 4-línan, Cadillac CTS, Chevrolet Corvette Stingray, Ford Fiesta ST, Honda Accord, Mazda3, Mazda6, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Athygli vekur að einn bílaframleiðandi á tvo bíla á listanum, þ.e. Mazda. Einnig á Volkswagen bílafjölskyldan þrjá fulltrúa, Audi A6/S6/A7, Porsche Boxter/Cayman og Volkswagen Golf/GTI. Listi Car and Driver einskorðast við bíla sem kosta undir 80.000 dollurum í Bandaríkjunum. Það sem lagt er til grundvallar er hve mikið fæst fyrir peninginn, hversu góðir akstursbílar þeir eru og uppfylla þau markmið sem framleiðendurnir settu sér við smíði þeirra. Helmingur þessara bíla sem nú voru valdir kosta um og undir 25.000 dollurum og markar það sérstöðu valsins nú. BMW 3Cadillac CTSChevrolet Corvette StingrayFord Fiesta STHonda AccordMazda3Mazda6Porsche Boxter/Cayman
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent