Toyota setur BMW vél í Verso Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 15:15 Toyota Verso Það eru ekki bara BMW bílar sem aka um með BMW vélar því Rolls Royce og Mini bílar, sem og sumar gerðir Peugeot og Citroën bíla hafa verið með BMW vélar undir húddinu á undanförnum árum. BMW vélar má einnig finna í Wiesman og McLaren sportbílum, eða alls 6 bílgerðum. Nú bætist einn bílaframleiðanbdinn í hópinn og það ekki af minni gerðinni, eða stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota. Toyota setur þessar vélar frá BMW í Versa bíla sína. Versa er einskonar fjölnotabíll sem byggður er á Corolla bílnum og framleiðir Toyota þann bíl í Tyrklandi og selur um alla Evrópu. Versa bíllinn er fyrsti bíll Toyota sem fær BMW vélar. Vélin sem fer í Versa er 1,6 lítra dísilvél, fjögurra strokka. Hún er 111 hestöfl og við hana tengist skipting frá Toyota. Samstarf Toyota BMW er mun víðtækara en þetta en fyrirtækin tvö eru að hanna saman vetnisbíl, einnig nýjan undirvagn fyrir sportbíl, þróa saman léttbyggða yfirbyggingar bíla og nýjar gerðir lithium-ion rafhlaða. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Það eru ekki bara BMW bílar sem aka um með BMW vélar því Rolls Royce og Mini bílar, sem og sumar gerðir Peugeot og Citroën bíla hafa verið með BMW vélar undir húddinu á undanförnum árum. BMW vélar má einnig finna í Wiesman og McLaren sportbílum, eða alls 6 bílgerðum. Nú bætist einn bílaframleiðanbdinn í hópinn og það ekki af minni gerðinni, eða stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota. Toyota setur þessar vélar frá BMW í Versa bíla sína. Versa er einskonar fjölnotabíll sem byggður er á Corolla bílnum og framleiðir Toyota þann bíl í Tyrklandi og selur um alla Evrópu. Versa bíllinn er fyrsti bíll Toyota sem fær BMW vélar. Vélin sem fer í Versa er 1,6 lítra dísilvél, fjögurra strokka. Hún er 111 hestöfl og við hana tengist skipting frá Toyota. Samstarf Toyota BMW er mun víðtækara en þetta en fyrirtækin tvö eru að hanna saman vetnisbíl, einnig nýjan undirvagn fyrir sportbíl, þróa saman léttbyggða yfirbyggingar bíla og nýjar gerðir lithium-ion rafhlaða.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent