Persónuvernd nær ekki að sinna hlutverki sínu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. desember 2013 16:45 Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir stofnunina ekki ná að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Lekinn hjá Vodafone vekja upp spurningar um öryggi persónuupplýsinga hér á landi. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir að stofnunin nái ekki einu sinni að sinna öllum þeim verkefnum sem þeim ber samkvæmt lögum.Örfáir starfsmenn „Allt okkar fólk er að vinna eins og starfshlutfall þeirra segir til og gott betur en það. Við greiðum hins vegar ekki fyrir yfirvinnu. Lögfræðingum stofnunarinnar hefur fækkað um helming bara á þessu ári. Þar áður hafði þeim farið fækkandi“ segir Hörður. Nú starfa fimm manns hjá Persónuvernd, aðeins tveir þeirra eru í fullu starfi og forstjórinn sjálfur er aðeins í 60% starfi, þó að vinnuframlag allra sé að sögn talsvert meira en starfshlutfall þeirra segir til um. Hann segir stofnunina aðeins ná að sinna því sem lítur að því að bregðast við innkomnum erindum og hafa forgangsraðað þannig til að gera sitt besta varðandi málshraða við afgreiðslu á innkomnum erindum. „Við höfum meðal annars þurft að láta af því að taka þátt í opinberri umræðu um meðferð persónuupplýsinga og öryggi við meðferð þeirra,“ segir Hörður.Ná ekki að sinna eftirlitshlutverkinu Hann segir að eftirlitshlutverk Persónuverndar felist meðal annars í því að kanna hjá þeim sem hafa með vinnslu persónuupplýsinga að gera og bera ábyrgð á henni hvort þeir séu örugglega að fara að þeim lagaákvæðum og reglum sem gilda um þessa vinnslu. „Okkur ber að gera slíkar úttektir á öryggi reglulega en við höfum núna um nokkurra missera skeið ekki getað gert það,“ segir hann.Persónuvernd fylgist með allri skráningu persónuupplýsinga.Mynd/VilhelmEngin úttekt á vinnslu sjúkragagna Aðspurður um hvaða meðferð persónuupplýsinga þetta er sem Persónuvernd hefur umsjón með segir Hörður: „Þetta er til dæmis vinnsla sjúkraskráa, sem og mjög margra annarra tegunda af heilsufarsupplýsingum. Það er stöðugt verið að vinna með slíkar upplýsingar með öðrum hætti en upphaflegur tilgangur með söfnun upplýsinganna gerði ráð fyrir. Til dæmis með vísindarannsóknum á heilbrigðissviði. Það er okkar hlutverk að gæta að því að sú vinnsla sé örugglega í samræmi við þann tilgang sem titekinn var, farið sé eftir lögum og að öryggis sé gætt með vinnslunni. Við höfum til dæmis ekki getað farið í neina úttekt á því hvort farið sé eftir þeim skilmálum sem við setjum fyrir leyfi til vinnslu slíkra upplýsinga á undanförnum árum,“ segir Hörður. Hann segir hlutverk Persónuverndar vera að fylgjast með allri skráningu persónuupplýsinga.Upplýsingar um allt okkar líf „Þetta eru upplýsingar um okkur, um fjölskylduna okkar, um tengsl okkar, um fjármál okkar og um lífshlaup okkar allt. Hvað við gerum, hvað við stundum utan vinnu, við hverja við eigum samskipti og svo framvegis. Þetta er allt saman orðið að upplýsingum sem eru meira og minna kerfisbundið skráðar í samfélaginu. Og það er mjög víða farið að vinna með þessar upplýsingar og samkeyra þær ýmist til að ná einhverjum tilgangi sem stjórnvöld hafa sett sér eða í einhverjum fjárhagslegum tilgangi sem fyrirtæki stunda. Til dæmis að bjóða upp á einhverja nýja tegund þjónustu. Þetta er allt saman eitthvað sem fellur undir Persónuvernd og okkur ber að fylgjast með og vekja athygli á rétti hins skráða,“ segir Hörður.Vodafone-lekinn veki fólk til umhugsunar Hörður segir atburður eins og varð um helgina hjá Vodafone eigi að vekja fólk til umhugsunar um vernd einkalífsins. „Mörgum okkar finnst oft eins og við höfum ekki neitt að fela. En svo koma upp svona atvik eins og um helgina og þá átta allir sig á því að þrátt fyrir að þeir hafi ekkert að fela að þá er sumt einfaldlega einkalíf fólks, hluti af prívat svæði okkar og við meiðumst við það að aðrir komist þangað án þess að við höfum leyft þeim það. Þar liggja meiðslin,“ segir Hörður að lokum. Vodafone-innbrotið Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Lekinn hjá Vodafone vekja upp spurningar um öryggi persónuupplýsinga hér á landi. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, segir að stofnunin nái ekki einu sinni að sinna öllum þeim verkefnum sem þeim ber samkvæmt lögum.Örfáir starfsmenn „Allt okkar fólk er að vinna eins og starfshlutfall þeirra segir til og gott betur en það. Við greiðum hins vegar ekki fyrir yfirvinnu. Lögfræðingum stofnunarinnar hefur fækkað um helming bara á þessu ári. Þar áður hafði þeim farið fækkandi“ segir Hörður. Nú starfa fimm manns hjá Persónuvernd, aðeins tveir þeirra eru í fullu starfi og forstjórinn sjálfur er aðeins í 60% starfi, þó að vinnuframlag allra sé að sögn talsvert meira en starfshlutfall þeirra segir til um. Hann segir stofnunina aðeins ná að sinna því sem lítur að því að bregðast við innkomnum erindum og hafa forgangsraðað þannig til að gera sitt besta varðandi málshraða við afgreiðslu á innkomnum erindum. „Við höfum meðal annars þurft að láta af því að taka þátt í opinberri umræðu um meðferð persónuupplýsinga og öryggi við meðferð þeirra,“ segir Hörður.Ná ekki að sinna eftirlitshlutverkinu Hann segir að eftirlitshlutverk Persónuverndar felist meðal annars í því að kanna hjá þeim sem hafa með vinnslu persónuupplýsinga að gera og bera ábyrgð á henni hvort þeir séu örugglega að fara að þeim lagaákvæðum og reglum sem gilda um þessa vinnslu. „Okkur ber að gera slíkar úttektir á öryggi reglulega en við höfum núna um nokkurra missera skeið ekki getað gert það,“ segir hann.Persónuvernd fylgist með allri skráningu persónuupplýsinga.Mynd/VilhelmEngin úttekt á vinnslu sjúkragagna Aðspurður um hvaða meðferð persónuupplýsinga þetta er sem Persónuvernd hefur umsjón með segir Hörður: „Þetta er til dæmis vinnsla sjúkraskráa, sem og mjög margra annarra tegunda af heilsufarsupplýsingum. Það er stöðugt verið að vinna með slíkar upplýsingar með öðrum hætti en upphaflegur tilgangur með söfnun upplýsinganna gerði ráð fyrir. Til dæmis með vísindarannsóknum á heilbrigðissviði. Það er okkar hlutverk að gæta að því að sú vinnsla sé örugglega í samræmi við þann tilgang sem titekinn var, farið sé eftir lögum og að öryggis sé gætt með vinnslunni. Við höfum til dæmis ekki getað farið í neina úttekt á því hvort farið sé eftir þeim skilmálum sem við setjum fyrir leyfi til vinnslu slíkra upplýsinga á undanförnum árum,“ segir Hörður. Hann segir hlutverk Persónuverndar vera að fylgjast með allri skráningu persónuupplýsinga.Upplýsingar um allt okkar líf „Þetta eru upplýsingar um okkur, um fjölskylduna okkar, um tengsl okkar, um fjármál okkar og um lífshlaup okkar allt. Hvað við gerum, hvað við stundum utan vinnu, við hverja við eigum samskipti og svo framvegis. Þetta er allt saman orðið að upplýsingum sem eru meira og minna kerfisbundið skráðar í samfélaginu. Og það er mjög víða farið að vinna með þessar upplýsingar og samkeyra þær ýmist til að ná einhverjum tilgangi sem stjórnvöld hafa sett sér eða í einhverjum fjárhagslegum tilgangi sem fyrirtæki stunda. Til dæmis að bjóða upp á einhverja nýja tegund þjónustu. Þetta er allt saman eitthvað sem fellur undir Persónuvernd og okkur ber að fylgjast með og vekja athygli á rétti hins skráða,“ segir Hörður.Vodafone-lekinn veki fólk til umhugsunar Hörður segir atburður eins og varð um helgina hjá Vodafone eigi að vekja fólk til umhugsunar um vernd einkalífsins. „Mörgum okkar finnst oft eins og við höfum ekki neitt að fela. En svo koma upp svona atvik eins og um helgina og þá átta allir sig á því að þrátt fyrir að þeir hafi ekkert að fela að þá er sumt einfaldlega einkalíf fólks, hluti af prívat svæði okkar og við meiðumst við það að aðrir komist þangað án þess að við höfum leyft þeim það. Þar liggja meiðslin,“ segir Hörður að lokum.
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira