Orðið hakkari hefur orðið klisjunni að bráð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2013 21:06 Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson. Vodafone-innbrotið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson.
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira