Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár Kristján Hjálmarsson skrifar 5. desember 2013 16:45 Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þúsund heppnaðra netárása hafa verið gerðar á íslenskar heimasíður það sem af er árinu, ef marka má hakkarasíðuna Zone-H.org. Árásirnar virðast oftast vera gerðar í þeim tilgangi að sýna fram á veikleika vefsíðnanna og loka þeim. Á Zone-H.org má finna færslur frá nethökkurum þar sem þeir hreykja sér af árásum sem þeir hafa gert. Ef árásir á íslenskar netsíður eru skoðaðar kemur í ljós að á þessu ári eru þær hátt í þúsund talsins. Þetta eru aðeins þær árásir sem skráðar eru á þennan vef og má gera ráð fyrir að þær séu mun fleiri. Ef marka má færslurnar á Zone-H.com hafa meðal annars verið gerðar árásir á heimasíður Íslenskra endurskoðenda, Lögmanna Sundagörðum, Lauga Spa, Karls Berndsen, Metróborgara, Nonnabita, Frumherja, Samtakanna 78, Kirkjugarðanna, Gaua litla, Lögfræðistofunnar Juralis, Grétars Rafns Steinssonar fótboltamanns sem og nokkrar heimasíður Vífilfells; coke.is, schweppes.is og cokelight.is, svo fáeinar séu nefndar. Af þeim hátt í þúsund netárásum sem gerðar voru á Íslandi á þessu ári, samkvæmt síðunni, áttu hvorki meira né minna en 136 sér stað þann 3. júní síðastliðinn. Hakkarateymi sem kallar sig islamic ghosts team réðst þá á íslenskar vefsíður og lokaði.Milljón árásir á áriHelgi Hrafn Gunnarsson, forritari og þingmaður Pírata, segir að netárásirnar sem skráðar eru á Zone-H.org sé aðeins lítill hluti af öllum þeim árásum sem eigi sér stað á Íslandi. „Netárásir er eitthvað sem kerfisstjórar þurfa að hugsa stöðugt um. Netárásir eru daglegt brauð," segir Helgi Hrafn. „Þessar árásir sem minnst er á á síðunni eru bara brotabrotabrot af öllum árásum. Það eru gerðar milljónir netárása á Íslandi á hverju ári. Ísland er ekki eyja á netinu." Helgi segir mikilvægt að fólk átti sig á því að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. Því sé mjög mikilvægt að farið sé eftir persónuverndarlögum. „Ég er með netþjón fyrir mig og passa að hleypa engum tengingum inn á þær sem ég þekki ekki. Ég geri ráð fyrir að það séu tugir milljónir manna að banka, prófa og reyna þær vefsíður sem verða á vegi þeirra,“ segir Helgi. Helgi segist ekki hafa skoðað kerfi hjá einkaaðilum á Íslandi. Hann geri hins vegar ráð fyrir að bankar, Decode og önnur fyrirtæki með viðkvæmar upplýsingar séu með gott öryggiskerfi. „Ég þori engu að síður að fullyrða að pottur er víða brotinn hvað öryggismál varðar. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá athygli sem hann þarf,“ segir Helgi Hrafn. „Það er full ástæða til að endurskoða öryggiskerfi ríkisins og sú vinna er þegar hafin.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent