Honda hættir framleiðslu Insight Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2013 12:30 Honda Insight Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður