Fótbolti

Vandræðalegt jafntefli hjá Real Madrid á móti C-deildarliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Olimpic de Xativa fögnuðu jafnteflinu í leikslok.
Leikmenn Olimpic de Xativa fögnuðu jafnteflinu í leikslok. Mynd/NordicPhotos/Getty
Real Madrid náði aðeins markalausu jafntefli á móti C-deildarliði Olimpic de Xativa í gær í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum spænska bikarsins.

Real Madrid var ekki með þá Cristiano Ronaldo, Gareth Bale eða Xabi Alonso í liði sínum í leiknum en það breytir ekki því að stjörnuprýtt lið Madrid átti að gera miklu betur.

Real Madrid náði varla skoti á mark í leiknum sem er ótrúlegt hjá liði sem var búið að skora 18 mörk í síðustu fjórum leikjum sínum þar á undan.

Karim Benzema og Luka Modric komu báðir inná sem varamenn í seinni hálfleiknum en það breytti litlu sem engu.

Liðin mætast aftur á Santiago Bernabeu 18. desember næstkomandi.

Bikarmeistarar Atletico Madrid unnu auðveldan 4-0 sigur á Sant Andreu þar sem að Arda Turan skoraði tvö mörk og þeir David Villa og Raul Garcia voru með sitthvort markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×