Valdís Þóra komst einu skrefi nær Evrópumótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2013 15:59 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Daníel Skagastúlkan Valdís Þóra Jónsdóttir komst áfram úr fyrsta stigi úrtökumóts inn á Evrópumótaröð kvenna í golfi en hún endaði í 18. sæti af 54 kylfingum á móti í Marokkó. Valdís Þóra þurfti að ná einu af 23 efstu sætunum í mótinu og það tókst hjá henni en hún var fimm höggum frá 24. sætinu.Valdís Þóra lék á 77 höggum á lokadegi mótsins eða á fjórum höggum yfir pari. Hún lék hringina fjóra á 312 höggum eða 20 höggum yfir pari. Valdís lét ekki slæman annan hring spilla fyrir sér (8 högg yfir pari á föstudaginn) þar sem hún tapaði þremur höggum á síðustu holunni. Hún lék tvo síðustu hringina á 76 og 77 höggum og á enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina. Lokaúrtökumótið ferm fram í næstu viku í Marokkó. Þar verða leiknar 72 holur eða fjórir hringir og 60 efstu kylfingarnir spila síðan einn hring til viðbótar þar sem að 30 efstu tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Það er gott að þessi áfangi er búinn en við áttum von á að +23 yfir pari myndi duga til að komast áfram,“ sagði Valdís Þóra í viðtali við kylfingur.is en Tinna Jóhannsdóttir var henni til aðstoðar á þessu móti. „Tinna er á heimleið og Arnar bróðir minn er á leiðinni út og tekur við.“ Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skagastúlkan Valdís Þóra Jónsdóttir komst áfram úr fyrsta stigi úrtökumóts inn á Evrópumótaröð kvenna í golfi en hún endaði í 18. sæti af 54 kylfingum á móti í Marokkó. Valdís Þóra þurfti að ná einu af 23 efstu sætunum í mótinu og það tókst hjá henni en hún var fimm höggum frá 24. sætinu.Valdís Þóra lék á 77 höggum á lokadegi mótsins eða á fjórum höggum yfir pari. Hún lék hringina fjóra á 312 höggum eða 20 höggum yfir pari. Valdís lét ekki slæman annan hring spilla fyrir sér (8 högg yfir pari á föstudaginn) þar sem hún tapaði þremur höggum á síðustu holunni. Hún lék tvo síðustu hringina á 76 og 77 höggum og á enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina. Lokaúrtökumótið ferm fram í næstu viku í Marokkó. Þar verða leiknar 72 holur eða fjórir hringir og 60 efstu kylfingarnir spila síðan einn hring til viðbótar þar sem að 30 efstu tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Það er gott að þessi áfangi er búinn en við áttum von á að +23 yfir pari myndi duga til að komast áfram,“ sagði Valdís Þóra í viðtali við kylfingur.is en Tinna Jóhannsdóttir var henni til aðstoðar á þessu móti. „Tinna er á heimleið og Arnar bróðir minn er á leiðinni út og tekur við.“
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira