Betur borgið til langframa að breyta í óverðtryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 22:23 Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira