Tvær milljónir séð Porsche safnið Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2013 11:06 Hið glæsilega bílasafn Porsche við höfuðstöðvar Porsche í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart hefur nú verið heimsótt af tveimur milljónum gesta á tæpum 5 árum frá opnun þess. Verður það að teljast nokkuð góð aðsókn að bílasafni. Mikill kippur kom í heimsóknafjöldann þegar sérstök sýning var sett upp í tilefni 50 ára afmælis Porsche 911 bílsins í ár og bættust 200.000 gestir við aðeins á síðustu mánuðum þess árs vegna hennar. Safnið opnaði árið 2009 og er það í einstöku húsi sem hæglega gæti talist arkitektalegt afrek. Gestir safnsins koma að 35% hluta utan Þýskalands. Greinarritari hefur komið í þetta athygliverða safn og getur staðfest að það er þess virði fyrir þá sem eiga leið um Stuttgart og nágrenni. Gamlir og nýjir Porsche bílar bílar eru viðar til sýnis en í safninu í Zuffenhausen, en þeir koma við sögu í einum 250 viðburðum um allan heim á þessu ári. Porsche safnið fagnar 5 ára afmæli þann 31. janúar næstkomandi. Aðgangseyri á safn Porsche er stillt í hóf og er aðeins 8 Evrur og frítt er fyrir yngri en 14 ára. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Hið glæsilega bílasafn Porsche við höfuðstöðvar Porsche í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart hefur nú verið heimsótt af tveimur milljónum gesta á tæpum 5 árum frá opnun þess. Verður það að teljast nokkuð góð aðsókn að bílasafni. Mikill kippur kom í heimsóknafjöldann þegar sérstök sýning var sett upp í tilefni 50 ára afmælis Porsche 911 bílsins í ár og bættust 200.000 gestir við aðeins á síðustu mánuðum þess árs vegna hennar. Safnið opnaði árið 2009 og er það í einstöku húsi sem hæglega gæti talist arkitektalegt afrek. Gestir safnsins koma að 35% hluta utan Þýskalands. Greinarritari hefur komið í þetta athygliverða safn og getur staðfest að það er þess virði fyrir þá sem eiga leið um Stuttgart og nágrenni. Gamlir og nýjir Porsche bílar bílar eru viðar til sýnis en í safninu í Zuffenhausen, en þeir koma við sögu í einum 250 viðburðum um allan heim á þessu ári. Porsche safnið fagnar 5 ára afmæli þann 31. janúar næstkomandi. Aðgangseyri á safn Porsche er stillt í hóf og er aðeins 8 Evrur og frítt er fyrir yngri en 14 ára.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent