Fótbolti

Enginn heimsendir þó ég vinni ekki Gullboltann

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Hinn ótrúlegi leikmaður Real Madrid, Cristiano Ronaldo, hefur mátt sætta sig við að vera ítrekað annar í kjöri á besta knattspyrnumanni heims.

Lionel Messi hefur hampað Gullboltanum á undanförnum árum en Ronaldo hefur aðeins hlotið útnefninguna einu sinni. Það var árið 2008 er hann lék með Man. Utd.

Hann er þó ansi líklegur í ár en segist þó ekki vera að velta sér upp úr kjörinu.

"Að vinna Gullboltann er ekki það mikilvægasta á ferlinum. Ég skil vel að það sé mikilvægt fyrir marga en þetta eru bara einstaklingsverðlaun," sagði Ronaldo.

"Auðvitað væri mjög gaman að vinna en það yrði enginn heimsendir þó svo ég ynni hann ekki. Það hafa margir frábærir leikmenn, sem áttu skilið að vinna, ekki fengið þessi verðlaun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×