Tekur 2-3 vikur að læra að hakka sig inn á svona síður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 16:47 „Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum. Vodafone-innbrotið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
„Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum.
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira