Viðskipti erlent

JP Morgan borgar risasekt

Engin fordæmi eru fyrir svo hárri sektarfjárhæð.
Engin fordæmi eru fyrir svo hárri sektarfjárhæð.
Bandaríski stórbankinn JP Morgan hefur samþykkt að greiða þrettán milljarða bandaríkjadala í sekt, eða rúmlega fimmtánhundruð milljarða íslenskra króna. Það stappar nærri vergri landsframleiðslu Íslands sem er tæplega sautjánhundruð milljarðar.

Samkomulag um þetta hefur nú náðst en bankinn hefur verið sakaður um að blekkja fjárfesta þegar húsnæðisbólan, sem olli fjármálakrísu um allan heim, var í fullum gangi. Bankinn hefur jafnframt viðurkennt sök sína en segist þó ekki hafa brotið lög.

Sektin sem bankinn greiðir er sú stærsta sem nokkurt fyrirtæki hefur greitt en fjárhæðinni á að skipta á milli fasteignaeigenda sem urðu fyrir barðinu á bankanum, fjárfesta og ríkissjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×