Formúla 1

Yfirburðum Red Bull líklega ekki lokið

Fernando Alonso.
Fernando Alonso.
Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso hefur áhyggjur af yfirburðum Red Bull í íþróttinni og óttast að liðið muni hafa sömu yfirburði á næsta keppnistímabili.

Alonso segir að sitt lið hafi haft trú á því að þeir gætu veitt þeim keppni í ár en það hafi svo sannarlega ekki gengið eftir.

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hampaði sínum fjórða heimsmeistaratitli í röð á dögunum en hann keyrir fyrir Red Bull.

"Red Bull hefur sekúndu forskot á öll önnur lið," sagði Alonso og vitnaði þar í ákveðna tækni sem Red Bull nýtir betur en önnur lið. Hana verður þó ekki hægt að nota á næsta ári.

Alonso hefur verið í öðru sæti tvisvar á síðustu þrem árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×