Nýr Subaru WRX fær misjafnar móttökur Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 10:30 Nýr Subaru WRX er ekki mjög grimmur að sjá. Subaru kynnir nú nýja kynslóð WRX sportbílsins á bílasýningunni í Los Angeles. Afar skiptar skoðanir eru um útlit hans og eru reyndar flestir á því að útlit hans valdi vonbrigðum. Fyrri gerðir hans, sérstaklega þær fyrstu þóttu mikið fyrir augað og í takti við mikið afl hans. Þessi bíll hefur verið draumur ungra ökumanna sem vilja geta sprett úr spori án þess að borga mikið fyrir bíl. Nýi bíllinn er sannarlega öflugur og sendir 268 hestöfl til allra hjólanna og er 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann verður aðeins boðinn í sedan útfærslu en fyrri gerðir hans voru bæði boðnar þannig og í stallbaksútfærslu. Nýi bíllinn þykir alltof hófstilltur í útliti og líta út eins og hver annar fólksbíll þrátt fyrir að þar fari úlfur í sauðargæru. Felgur bílsins þykja of smár og brettaumgerðin þykir ekki eins grimm og bínum sæmir og sama á við um vindkljúfa bílsins. Eins og saklaus fólksbíll. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent
Subaru kynnir nú nýja kynslóð WRX sportbílsins á bílasýningunni í Los Angeles. Afar skiptar skoðanir eru um útlit hans og eru reyndar flestir á því að útlit hans valdi vonbrigðum. Fyrri gerðir hans, sérstaklega þær fyrstu þóttu mikið fyrir augað og í takti við mikið afl hans. Þessi bíll hefur verið draumur ungra ökumanna sem vilja geta sprett úr spori án þess að borga mikið fyrir bíl. Nýi bíllinn er sannarlega öflugur og sendir 268 hestöfl til allra hjólanna og er 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann verður aðeins boðinn í sedan útfærslu en fyrri gerðir hans voru bæði boðnar þannig og í stallbaksútfærslu. Nýi bíllinn þykir alltof hófstilltur í útliti og líta út eins og hver annar fólksbíll þrátt fyrir að þar fari úlfur í sauðargæru. Felgur bílsins þykja of smár og brettaumgerðin þykir ekki eins grimm og bínum sæmir og sama á við um vindkljúfa bílsins. Eins og saklaus fólksbíll.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent