Gran Turismo Mercedes í fullri stærð Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 13:15 Magnað útlit. Bílatölvuleikurinn Gran Turismo skartar mörgum bílum sem aldrei hafa verið smíðaðir og einn þeirra er þessi Mercedes Benz fákur sem virðist koma úr framtíðinni og er æði sportlegur. Hann mun bráðum sjást í leiknum vinsæla. Það hefur reyndar áður gerst að bílar sem teiknaðir hafa verið eingöngu fyrir Gran Turismo hafi síðan verið smíðaðir, en þá aðallega sem sýningargripir. Það á einmitt við hann þennan, en hann er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur eðlilega mikla athygli. Ekki fylgir sögunni hvort hægt sé að aka honum og alveg eins víst að engin vél sé undir löngu húddi hans. Bíllinn er eins lágur á vegi og hægt er að hafa bíl en hann hefur ákveðin útlitseinkenni Mercedes Benz 300 SL. Bíllinn er troðinn af LED ljósum og mjög áberandi rauð ljósalína er á afturenda hans sem nær inná hliðarnar aftanverðar, eitthvað sem ekki hefur sést oft áður. Ekki væri leiðinlegt ef Mercedes Benz tæki sig til og framleiddi þennan bíl sem söluvöru. Ferlega lágur en flottur. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Bílatölvuleikurinn Gran Turismo skartar mörgum bílum sem aldrei hafa verið smíðaðir og einn þeirra er þessi Mercedes Benz fákur sem virðist koma úr framtíðinni og er æði sportlegur. Hann mun bráðum sjást í leiknum vinsæla. Það hefur reyndar áður gerst að bílar sem teiknaðir hafa verið eingöngu fyrir Gran Turismo hafi síðan verið smíðaðir, en þá aðallega sem sýningargripir. Það á einmitt við hann þennan, en hann er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur eðlilega mikla athygli. Ekki fylgir sögunni hvort hægt sé að aka honum og alveg eins víst að engin vél sé undir löngu húddi hans. Bíllinn er eins lágur á vegi og hægt er að hafa bíl en hann hefur ákveðin útlitseinkenni Mercedes Benz 300 SL. Bíllinn er troðinn af LED ljósum og mjög áberandi rauð ljósalína er á afturenda hans sem nær inná hliðarnar aftanverðar, eitthvað sem ekki hefur sést oft áður. Ekki væri leiðinlegt ef Mercedes Benz tæki sig til og framleiddi þennan bíl sem söluvöru. Ferlega lágur en flottur.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent