Ólafur E. Rafnsson var í dag heiðraður með æðstu viðurkenningu European Olympic Committiees (EOC), Order Of Merit Award, á ársþingi samtakanna sem fram fer í Róm. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands Íslands.
Eiginkona Ólafs heitins, Gerður Guðjónsdóttir, ásamt börnum þeirra Auði, Sigurði og Sigrúnu, tók á móti viðurkenningunni frá Patrick Hickey forseta EOC.
Varaforseti EOC, Alexander Koslovski flutti ávarp þar sem hann fór stuttlega yfir feril Ólafs innan íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar í máli og myndum.
"Gerður flutti síðan þakkarávarp fyrir hönd fjölskyldunnar. Í virðingarskyni risu allir úr sætum á meðan afhendingarathöfnin fór fram og ljóst að allir viðstaddir voru djúpt snortnir. Ólafur naut mikillar virðingar innan ólympíuhreyfingarinnar. Minning hans lifir," segir í frétt á heimasíðu Íþróttasambands Íslands.
Um síðustu helgi gerði stjórn FIBA Europe Ólaf að heiðursfélaga FIBA Europe. Miguel Cardenal Carro, íþróttamálaráðherra Spánar sótti fundinn og ávarpaði. Hann minntist sérstaklega á Ólaf Rafnsson og vottaði FIBA Europe og fjölskyldu hans samúð sína.
Ólafur E. Rafnsson sæmdur æðstu viðurkenningu EOC
Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar

Mest lesið






Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn
