Fótbolti

Bale: Ronaldo er bestur í heimi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bale og Ronaldo hafa náð mjög vel saman
Bale og Ronaldo hafa náð mjög vel saman mynd:nordic photos/afp
Gareth Bale, dýrasti leikmaður heims, segir að Cristiano Ronaldo samherji sinn hjá Real Madrid eigi skilið að vera vera valinn besti leikmaður heims á árinu og fá hinn eftirsótta gullbolta (Ballon d´Or)  í desember.

Ronaldo skoraði 25. mark sitt á leiktíðinni fyrir Real Madrid þegar hann skoraði í 5-0 sigria á Almeria í gær en Ronaldo skaut Portúgal á heimsmeistaramótið í Brasilíu næsta sumar þegar hann skoraði þrennu í Svíþjóð á þriðjudaginn.

„Að mínu mati er hann besti leikmaður heims og það er enginn sem kemst nálægt honum,“ sagði Bale um Ronaldo.

„Hann á skilið að vinna verðlaunin (gullboltann). Mörkin og frammistaða hans, ekki síst í ljósi álagsins sem hann er undir, fyrir Portúgal um daginn sýnir hvaða heimsklassaleikmann hann hefur að geyma.

„Hann hefur verið ótrúlegur síðan ég kom hingað. Fjöldi markanna sem hann hefur skorað á tímabilinu er ótrúlegur,“ sagði Bale sem segir að enginn rýgur sé á milli hans og Ronaldo eftir að Bale kom til Real Madrid fyrir metfé í sumar.

„Okkur kemur mjög vel saman. Hann hefur hjálpað mér mikið jafnt innan sem utan vallar. Hann hefur ekki sagt styggðaryrði við mig, hann hefur aðeins hvatt mig áfram í hverjum leik og gefið mér mikið sjálfstraust.

„Hann hefur deilt með mér sinni reynslu frá því hann kom hingað fyrst og það hefur hjálpað mér mikið. Hann hefur verið frábær,“ sagði sá velski.

„Við njótum þess að leika saman og ég held að mörkin og stoðsendingarnar sýna að við njótum þess að leika saman. Við eigum eftir ná enn betur saman og vonandi á árangurinn eftir á tímabilinu eftir að sýna það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×