Honda NSX með 3 rafmótora og 2 forþjöppur Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2013 10:30 Nýr Honda NSX. Ein venjuleg brunavél fer að verða sjaldséð í bílum og rafmótorar spila æ meira hlutverk í nýrri gerðum þeirra. Þó slá þeir fæstir við næstu gerð Honda NSX sem vopnaður verður einum þremur rafmótorum og að auki tveimur forþjöppum. Samt verður í bílnum 3,5 lítra V6 vél, svo eitthvað ætti hann að komast áfram. NSX-bíllinn verður fjórhjóladrifinn og ný gerð hans kemur árið 2015 eftir 10 ára framleiðsluhlé. Hann verður með tveggja kúplinga skiptingu, en fjöldi gíra er ekki ljós, en líklegt er að hún verði 7 eða 8 þrepa. Nánari upplýsinga er að vænta af þessum bíl á blaðamannadögum Tokyo bílasýningarinnar, sem nú er hafin. Honda framleiddi NSX bílinn frá 1990 til 2005, en hætti þá framleiðslu hans við litla hrifningu bílaáhugmanna þar sem hann hefur þótt afar skemmtilegur sportbíll. Nú getur fólk aftur farið að láta sig dreyma. Síðustu árgerðirnar af NSX voru skráð fyrir 290 hestöflum, en margir vildu reyndar meina að bíllinn væri mun öflugri, en Honda vildi ekki gefa upp hærri tölu til að hlýta reglugerðum. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent
Ein venjuleg brunavél fer að verða sjaldséð í bílum og rafmótorar spila æ meira hlutverk í nýrri gerðum þeirra. Þó slá þeir fæstir við næstu gerð Honda NSX sem vopnaður verður einum þremur rafmótorum og að auki tveimur forþjöppum. Samt verður í bílnum 3,5 lítra V6 vél, svo eitthvað ætti hann að komast áfram. NSX-bíllinn verður fjórhjóladrifinn og ný gerð hans kemur árið 2015 eftir 10 ára framleiðsluhlé. Hann verður með tveggja kúplinga skiptingu, en fjöldi gíra er ekki ljós, en líklegt er að hún verði 7 eða 8 þrepa. Nánari upplýsinga er að vænta af þessum bíl á blaðamannadögum Tokyo bílasýningarinnar, sem nú er hafin. Honda framleiddi NSX bílinn frá 1990 til 2005, en hætti þá framleiðslu hans við litla hrifningu bílaáhugmanna þar sem hann hefur þótt afar skemmtilegur sportbíll. Nú getur fólk aftur farið að láta sig dreyma. Síðustu árgerðirnar af NSX voru skráð fyrir 290 hestöflum, en margir vildu reyndar meina að bíllinn væri mun öflugri, en Honda vildi ekki gefa upp hærri tölu til að hlýta reglugerðum.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent