Gjaldþrot Fisker kostaði 15,8 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2013 10:15 Í síðustu viku kastaði bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker endanlega inn handklæðinu og óskaði eftir gjaldþrotameðferð, eða Chapter 11 bankruptcy protection, eins og það heitir þar vestra. Bandaríska ríkið hafði lagt Fisker til tæpa 16 milljarða króna í viðleitni sinni við það að styðja við rafmagnsbílaframleiðendur svo minnka megi mengun í landinu. Alllangt er síðan vandræði Fisker voru ljós og hefur fyrirtækið ekki framleitt einn einasta bíl í 18 mánuði. Sannarlega voru þeir fallegir, en seldust ekki sem skildi og því fór sem fór. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver taki upp þráðinn og haldi áfram framleiðslu bílanna og ef einhver vill leggja fé í það gæti bandaríks ríkið fengið eitthvaðaf þessari risaupphæð til baka. Er talið að verðmiði þess sé 3 milljarðar króna. Ein hugmyndin sem uppi er, er að framleiða Fisker Karma bíla með hefðbundinni V8 vél og engri aðstoð frá rafmótorum og er sú hugmynd komin frá Bob Lutz, fyrrum stjóra hjá General Motors. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent
Í síðustu viku kastaði bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker endanlega inn handklæðinu og óskaði eftir gjaldþrotameðferð, eða Chapter 11 bankruptcy protection, eins og það heitir þar vestra. Bandaríska ríkið hafði lagt Fisker til tæpa 16 milljarða króna í viðleitni sinni við það að styðja við rafmagnsbílaframleiðendur svo minnka megi mengun í landinu. Alllangt er síðan vandræði Fisker voru ljós og hefur fyrirtækið ekki framleitt einn einasta bíl í 18 mánuði. Sannarlega voru þeir fallegir, en seldust ekki sem skildi og því fór sem fór. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver taki upp þráðinn og haldi áfram framleiðslu bílanna og ef einhver vill leggja fé í það gæti bandaríks ríkið fengið eitthvaðaf þessari risaupphæð til baka. Er talið að verðmiði þess sé 3 milljarðar króna. Ein hugmyndin sem uppi er, er að framleiða Fisker Karma bíla með hefðbundinni V8 vél og engri aðstoð frá rafmótorum og er sú hugmynd komin frá Bob Lutz, fyrrum stjóra hjá General Motors.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent