Gæti þurft að hóa í stærðfræðing vegna stöðunnar í F-riðli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2013 14:15 Aaron Ramsey og Mesut Özil fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í Þýskalandi á dögunum. Nordicphotos/Getty Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira