NBA: Loksins sigur hjá Kidd og lærisveinum hans í Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2013 07:05 Mynd/AP Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102 NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira
Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira