Fótbolti

Flugvél Manchester United í vandræðum í lendingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Manchester United lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í gær þegar flugvél þeirra hætti skyndilega við lendingu í Köln en liðið var á leiðinni í Meistaradeildarleik sinn við Bayer Leverkusen.

Breskir miðlar segja frá því að flugmaðurinn hafi hætt við lendingu í 400 metra hæð vegna þess að önnur vél var ennþá á brautinni. Þetta var leiguflugvél sem var að koma beint frá Manchester.

Það meiddist sem betur fer enginn í óhappinu og flugmaðurinn bað alla afsökunar á óþægindunum. Rio Ferdinand tjáði sig um hina óþægilegu lendingu á twitter.

Manchester United mætir Bayer Leverkusen í kvöld og tryggir sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×