Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 28. nóvember 2013 09:00 Benedikt Þorgeirsson með fallegan urriða úr Þingvallavatni sem fékk frelsið eftir viðureign Nokkur óánægja er meðal veiðimanna um þær breytingar sem hafa verið kynntar um veiðitilhögum á vinsælum urriðasvæðum fyrir sumarið 2014. Þingvallavatn fyrir landi Ölfusvatns var áður inní Veiðikortinu en er núna selt sér eftir útboð hjá Orkuveitunni sem á landið. ION hótel tóku svæðið á leigu og þegar er hægt að bóka daga fyrir næsta sumar hjá þeim. Ekki höfum við upplýsingar um verð að svo stöddu en miðað við stærðina á urriðanum og magnið sem oft veiðist má reikna með töluverðri ásókn erlendra veiðimanna sem sækjast eftir því að veiða þennan glæsilega sportfisk sem hann er. Íslenskir veiðimenn eru einhverjir smeykir um að engin áhersla verður að selja þeim leyfin því eðlilega eru þeir ekki að kaupa gistingu á hótelinu með svo til að viðskiptahugmynd sem þessi gangi upp er væntanlega verið að gera út á erlenda veiðimenn sem gista á hótelinu og veiða í vatninu. "Mér blöskrar svo þessi aðferðafræði að ég veit ekki hvað ég á að segja. Þarna er svo augljóst að ef eftirspurn verður mikil verður ekkert forgangsmál að selja Íslenskum veiðimönnum leyfi þarna og það er glatað" sagði veiðimaður í samtali við vefinn í dag en sá ætlar að engu að síður að láta á það reyna og er búinn að senda póst og panta daga. Hann biður engu að síður um að vera ekki nafngreyndur því hann taldi það minnka möguleika sína. Aðrir voru ekki alveg jafn smeykir við þetta og nokkrir sem beinlínis fagna þessu. "Þarna hafa beitukarlar raðað sér á bakkann og drepið allt sem kemur á færið, fiska upp í 30 pund og skammast sín ekkert fyrir það. Það hefur alltaf verið talað um að þetta séu erlendir veiðimenn sem geri þetta en í þau sjö skipti sem ég fór í sumar hitti ég tvisvar erlenda veiðimenn sem voru bara með maðk en í hin skiptin voru þetta Íslendingar og eitt kvöldið var þarna hópur með um 100 urriða í tveimur bölum sem var búið að drepa. Sorglegt, og umgegnin eftir þetta lið ógeðfelld!" sagði Reynir Snorrason sem veiðir mikið við vatnið. Þeir veiðimenn sem höfðu skoðun á þessu máli skiptast í sitt hvora fylkinguna, önnur sem telur sig eiga að njóta forkaupsréttar í veiðileyfin vegna búsetu á landinu og hin sem vill að svæðið lúti að markaðslögmálum eins og önnur svæði sem eru í útleigu og það breyti engu þótt það sé Orkuveitan sem þarna eigi í hlut. Það er líka oft nefnt í sömu andrá að stangir verða eingöngu sex, bara veitt á flugu og öllum fiski skal sleppt aftur í vatnið. Það eru þó fleiri en færri sem fagna þeirri reglu. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði
Nokkur óánægja er meðal veiðimanna um þær breytingar sem hafa verið kynntar um veiðitilhögum á vinsælum urriðasvæðum fyrir sumarið 2014. Þingvallavatn fyrir landi Ölfusvatns var áður inní Veiðikortinu en er núna selt sér eftir útboð hjá Orkuveitunni sem á landið. ION hótel tóku svæðið á leigu og þegar er hægt að bóka daga fyrir næsta sumar hjá þeim. Ekki höfum við upplýsingar um verð að svo stöddu en miðað við stærðina á urriðanum og magnið sem oft veiðist má reikna með töluverðri ásókn erlendra veiðimanna sem sækjast eftir því að veiða þennan glæsilega sportfisk sem hann er. Íslenskir veiðimenn eru einhverjir smeykir um að engin áhersla verður að selja þeim leyfin því eðlilega eru þeir ekki að kaupa gistingu á hótelinu með svo til að viðskiptahugmynd sem þessi gangi upp er væntanlega verið að gera út á erlenda veiðimenn sem gista á hótelinu og veiða í vatninu. "Mér blöskrar svo þessi aðferðafræði að ég veit ekki hvað ég á að segja. Þarna er svo augljóst að ef eftirspurn verður mikil verður ekkert forgangsmál að selja Íslenskum veiðimönnum leyfi þarna og það er glatað" sagði veiðimaður í samtali við vefinn í dag en sá ætlar að engu að síður að láta á það reyna og er búinn að senda póst og panta daga. Hann biður engu að síður um að vera ekki nafngreyndur því hann taldi það minnka möguleika sína. Aðrir voru ekki alveg jafn smeykir við þetta og nokkrir sem beinlínis fagna þessu. "Þarna hafa beitukarlar raðað sér á bakkann og drepið allt sem kemur á færið, fiska upp í 30 pund og skammast sín ekkert fyrir það. Það hefur alltaf verið talað um að þetta séu erlendir veiðimenn sem geri þetta en í þau sjö skipti sem ég fór í sumar hitti ég tvisvar erlenda veiðimenn sem voru bara með maðk en í hin skiptin voru þetta Íslendingar og eitt kvöldið var þarna hópur með um 100 urriða í tveimur bölum sem var búið að drepa. Sorglegt, og umgegnin eftir þetta lið ógeðfelld!" sagði Reynir Snorrason sem veiðir mikið við vatnið. Þeir veiðimenn sem höfðu skoðun á þessu máli skiptast í sitt hvora fylkinguna, önnur sem telur sig eiga að njóta forkaupsréttar í veiðileyfin vegna búsetu á landinu og hin sem vill að svæðið lúti að markaðslögmálum eins og önnur svæði sem eru í útleigu og það breyti engu þótt það sé Orkuveitan sem þarna eigi í hlut. Það er líka oft nefnt í sömu andrá að stangir verða eingöngu sex, bara veitt á flugu og öllum fiski skal sleppt aftur í vatnið. Það eru þó fleiri en færri sem fagna þeirri reglu.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði