Ford Escape innkallaður í sjöunda sinn Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 11:45 Ford Escape árgerð 2013. Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent
Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent