Carolina Panthers sýndi og sannaði um helgina að liðið er til alls líklegt í vetur. Liðið skellti þá San Francisco á útivelli, 9-10, og vann þar með sinn fimmta leik í röð í NFL-deildinni.
Varnarleikur liðsins hefur verið frábær upp á síðkastið og það er mikið afrek að halda 49ers í aðeins 9 stigum á eigin heimavelli.
New Orleans Saints spilaði stórbrotin sóknarleik enn eina ferðina og skoraði 49 stig gegn Dallas sem reyndar missti sterka varnarmenn úr leiknum.
Denver-vélin hélt áfram að malla og Peyton Manning kastaði fjórum sinnum fyrir snertimarki í sigri gegn San Diego. Hann meiddist undir lok leiksins og mun koma í ljós síðar í dag hversu alvarlega hann er meiddur.
Ekki er búist við því að meiðslin séu mjög alvarleg en hann gæti hugsanlega misst af stórleiknum gegn eina ósigraða liði deildarinnar, Kansas City, um næstu helgi.
Svo má ekki gleyma þeim stórtíðindum að Jacksonville Jaguars vann sinn fyrsta leik í vetur. Þetta var fyrsti sigur liðsins í heilt ári en síðasti sigur kom einnig gegn Tennessee.
Á síðustu 14 mánuðum er Jacksonville 2-1 gegn Titans en 0-19 gegn öðrum liðum deildarinnar.
Úrslit helgarinnar:
Atlanta-Seattle 10-33
Baltimore-Cincinnati 20-17
Chicago-Detroit 19-21
Green Bay-Philadelphia 13-27
Indianapolis-St. Louis 8-38
NY Giants-Oakland 24-20
Pittsburgh-Buffalo 23-10
Tennessee-Jacksonville 27-29
San Francisco-Carolina 9-10
Arizona-Houston 27-24
San Diego-Denver 20-28
New Orleans-Dallas 49-17
Í nótt:
Tampa Bay - Miami
Staðan í NFL-deildinni.
