Viðskipti erlent

Hagvöxtur af stað í Kína, Bretlandi og á Evrusvæðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Framleiðsla í Kína tók mikinn kipp upp á við á þriðja ársfjórðungi.
Framleiðsla í Kína tók mikinn kipp upp á við á þriðja ársfjórðungi. Mynd/EPA
Hagvöxtur er aftur kominn af stað á Evrusvæðinu, Kína og í Bretlandi. Ennþá er hann hægfara í Indlandi, Rússlandi og Brasilíu. Um þetta er fjallað á vef Wall Street Journal og er það byggt á tölum frá OECD.

Hjá OECD er talið líklegt að hagvöxtur á heimsvísu muni á næstu mánuðum. Hann mun þó vera minni á þessu ári en gert var ráð fyrir og er líklegur til að taka hraðari vöxt á næsta ári. Verulegur uppkippur mun eiga sér stað í Kína samkvæmt OECD eftir ágætis þriðja ársfjórðung í landinu. Samkvæmt yfirvöldum í Kína var framleiðsla hafi verið 7,8% hærri en á sama tímabili í fyrra.

Von er á litlum breytingum frá Bandaríkjunum og Japan, en vöxtur gæti átt sér stað í Kanada. Þrátt fyrir jákvæðar breytingar verður hagvöxtur enn í meðallagi í sögulegu samhengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×