Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Karl Lúðvíksson skrifar 16. nóvember 2013 12:00 Það borgar sig að hugsa vel um veiðidótið sitt Á hverju vori þegar fyrsti veiðidagurinn rennur upp stekk ég niður í bílskúr og gríp með mér veiðitöskuna mína og stöng til að nota þann daginn, fullur tilhlökkunar um fyrsta fisk sumarsins. Það sem meira er, ég veit að allt veiðidótið er í toppstandi eins og ég skildi við það í fyrra. Þetta er nokkurn vegin mín upplifun af fyrsta veiðideginum, í það minnsta hvað veiðidótið mitt varðar en þetta er ekki svona hjá öllum veiðimönnum. Ég til að mynda veiðifélaga sem fær lánað veiðihjól, tauma eða flugur því hans skipulag er eins og mitt var fyrir 15 árum síðan. Alveg í drasli! Það liggja mikil verðmæti í veiðidóti og þess vegna er allt í lagi að eyða smá tíma í lok tímabils til að fara yfir allt og ganga frá því þannig að það sé tilbúið fyrir næsta sumar. Það eina sem ég myndi alveg láta vera væri að setja nýjar línur á kasthjólin, ég aftur á móti mæli með að taka ALLAR línur af kasthjólunum í lok síðasta veiðidags og setja nýjar línur á á hverju vori. Línurnar eru eki dýrar og þegar þú ert búinn að nota línuna yfir sumar og pakkar henni svo niður í geymslu er hún ónýt næsta sumar. Ég þríf stangirnar og bóna þær, tek fluguhjólin upp og þríf þau vel og smyr. Allar flugulínur eru dregnar af hjólunum, þrifnar og spólaðar inn aftur með efni sem viðheldur eiginleikum þeirra. Efnið er ódýrt og fæst í öllum veiðibúðum. Það sem meira er línan endist betur og virkar betur! Ónýtar og ryðgaðar flugur fara í ruslið sem og annað sem greinilega er farið að láta á sjá vegna notkunar. Síðan ég fór að hugsa vel um mitt veiðidót þarf ég að eyða minna í að kaupa endalaust nýtt því hitt dótið er ónýtt eða bilað, svo er bara ákveðinn stemmning í að sitja í skúrnum og grúska í veiðidóti, ég er alla vega ekki að vaska upp á meðan... Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Flott veiði í Hólsá og Ármóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði
Á hverju vori þegar fyrsti veiðidagurinn rennur upp stekk ég niður í bílskúr og gríp með mér veiðitöskuna mína og stöng til að nota þann daginn, fullur tilhlökkunar um fyrsta fisk sumarsins. Það sem meira er, ég veit að allt veiðidótið er í toppstandi eins og ég skildi við það í fyrra. Þetta er nokkurn vegin mín upplifun af fyrsta veiðideginum, í það minnsta hvað veiðidótið mitt varðar en þetta er ekki svona hjá öllum veiðimönnum. Ég til að mynda veiðifélaga sem fær lánað veiðihjól, tauma eða flugur því hans skipulag er eins og mitt var fyrir 15 árum síðan. Alveg í drasli! Það liggja mikil verðmæti í veiðidóti og þess vegna er allt í lagi að eyða smá tíma í lok tímabils til að fara yfir allt og ganga frá því þannig að það sé tilbúið fyrir næsta sumar. Það eina sem ég myndi alveg láta vera væri að setja nýjar línur á kasthjólin, ég aftur á móti mæli með að taka ALLAR línur af kasthjólunum í lok síðasta veiðidags og setja nýjar línur á á hverju vori. Línurnar eru eki dýrar og þegar þú ert búinn að nota línuna yfir sumar og pakkar henni svo niður í geymslu er hún ónýt næsta sumar. Ég þríf stangirnar og bóna þær, tek fluguhjólin upp og þríf þau vel og smyr. Allar flugulínur eru dregnar af hjólunum, þrifnar og spólaðar inn aftur með efni sem viðheldur eiginleikum þeirra. Efnið er ódýrt og fæst í öllum veiðibúðum. Það sem meira er línan endist betur og virkar betur! Ónýtar og ryðgaðar flugur fara í ruslið sem og annað sem greinilega er farið að láta á sjá vegna notkunar. Síðan ég fór að hugsa vel um mitt veiðidót þarf ég að eyða minna í að kaupa endalaust nýtt því hitt dótið er ónýtt eða bilað, svo er bara ákveðinn stemmning í að sitja í skúrnum og grúska í veiðidóti, ég er alla vega ekki að vaska upp á meðan...
Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Flott veiði í Hólsá og Ármóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði