Emirates kynnir mestu flugvélakaup sögunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2013 16:59 Eigandi flugfélagsins, emírinn í Dubai, Mohammed Bin Rashid al-Maktoum, mætir á flugsýninguna í dag. Airbus A380 í bakgrunni. Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira