Er Nissan GT-R Nismo 2,0 sek. í 100? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 15:35 Nissan GT-R Nismo Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent