Hyundai efst í ánægjukönnun Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 11:15 Hyundai Equus. Á hverju ári eru 46 þúsund eigendur nýrra bíla spurðir um ánægju þeirra með sinn nýja bíl í bandarísku Total Value Index könnuninni. Þetta árið hafði Hyundai sigur sem besti bílaframleiðandinn og auk þess var mest ánægja með Hyundai Equus bílinn af öllum bílgerðum. Ekki slæm einkunn þar fyrir Hyundai. Fleiri Hyundai bílar erðu efstir í sínum flokki, eða bílarnir Sonanta, Genesis Coupe og Elantra. Ford bílar áttu einnig góðu gengi að fagna og vann Ford fjóra flokka með bílunum Focus, Fiesta, Explorer og Lincoln Navigator. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir bíla með annari drifrás en hefðbundnum brunavélum og hafði Tesla Model S sigur þar. Volkswagen fyrirtækið hefur verið einkar sigursælt í þessari könnun á síðustu fjórum árum en var ekki sigursælt að þessu sinni. Sá einstaki bíll sem hafði sigur í fyrra var þó BMW Z4. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent
Á hverju ári eru 46 þúsund eigendur nýrra bíla spurðir um ánægju þeirra með sinn nýja bíl í bandarísku Total Value Index könnuninni. Þetta árið hafði Hyundai sigur sem besti bílaframleiðandinn og auk þess var mest ánægja með Hyundai Equus bílinn af öllum bílgerðum. Ekki slæm einkunn þar fyrir Hyundai. Fleiri Hyundai bílar erðu efstir í sínum flokki, eða bílarnir Sonanta, Genesis Coupe og Elantra. Ford bílar áttu einnig góðu gengi að fagna og vann Ford fjóra flokka með bílunum Focus, Fiesta, Explorer og Lincoln Navigator. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir bíla með annari drifrás en hefðbundnum brunavélum og hafði Tesla Model S sigur þar. Volkswagen fyrirtækið hefur verið einkar sigursælt í þessari könnun á síðustu fjórum árum en var ekki sigursælt að þessu sinni. Sá einstaki bíll sem hafði sigur í fyrra var þó BMW Z4.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent